Rafhlaðan hlaðin
Áður en þú hleður rafhlöðuna skaltu
lesa „Upplýsingar um rafhlöðu“
vandlega.
1. Tengdu snúru hleðslutækisins
við tengið.
ÍSLENSKA
2. Stingdu hleðslutækinu í samband
við aflgjafann. Rauða stöðuljósið
logar meðan á hleðslu stendur.
Ef þú notar hleðslutæki sem er
tengt við tengi fyrir
sígarettukveikjara verður hleðslan
að koma frá 12 volta rafgeymi
bílsins. Gakktu úr skugga um að
hleðslutækinu hafi verið komið
rétt fyrir og að það trufli ekki
stjórnun bílsins.
Í sumum gerðum bíla fær tengi
sígarettukveikjarans afl sitt frá
rafgeymi bílsins, jafnvel þegar búið
er að fjarlægja kveikjulykilinn.
Í slíkum tilvikum gæti rafgeymir
bílsins tæmst jafnvel þótt talsíminn
sé ekki í notkun.
Bílaframleiðandinn gefur nánari
upplýsingar.
Ef hleðslan hefst ekki skaltu
aftengja hleðslutækið og stinga því
svo aftur í samband. Það getur
tekið allt að 2 klukkustundir að
hlaða rafhlöðuna að fullu.
3. Græna stöðuljósið logar þegar
rafhlaðan er fullhlaðin.
Hleðslutækið er fyrst tekið úr
sambandi við hátalarasímann og
síðan aflgjafann.
Fullhlaðin rafhlaða endist í allt að
20 klukkustundir í tali eða allt að
40 daga í biðstöðu.
Staða rafhlöðunnar sést á litnum
á stöðuljósinu þegar kveikt er
á hátalarasímanum. Ef stöðuljósið er
grænt er rafhlaðan nægilega hlaðin.
Ef ljósið er gult gæti þurft að hlaða
rafhlöðuna bráðlega. Ef ljósið er rautt
skaltu hlaða rafhlöðuna.
Þegar rafhlöðuhleðslan er lítil gefur
hátalarasíminn frá sér tón á 5 mínútna
fresti og rauða stöðuljósið blikkar.
ÍSLENSKA