Parað og tengt
Para þarf og tengja hátalarasímann
við samhæft tæki áður en hægt er
að nota hann.
Hægt er að para hátalarasímann við
allt að átta tæki en tengdu hann
aðeins við eitt tæki í einu.
1. Gakktu úr skugga um að kveikt sé
á farsímanum.
2. Ef þú hefur aldrei áður parað
hátalarasímann við tæki skaltu
kveikja á hátalarasímanum. Kveikt
er á pörunarstillingunni og bláa
stöðuljósið blikkar hratt.
Ef hátalarasíminn hefur verið
paraður við tæki skaltu ganga úr
skugga um að slökkt sé á Bluetooth
á núverandi tæki eða að tækið sé
í minnst tíu metra fjarlægð frá
hátalarasímanum. Slökktu svo
á hátalarasímanum og kveiktu
á honum aftur.
3. Kveiktu á Bluetooth í símanum
eftir u.þ.b. þrjár mínútur og láttu
tækið leita að Bluetooth-tækjum.
Nánari upplýsingar er að finna
í notendahandbók farsímans.
ÍSLENSKA
4. Veldu talsímann af listanum yfir
þau tæki sem fundust.
5. Ef þörf krefur, sláðu þá inn
aðgangskóðann 0000 til að para
og tengja hátalarasímann við
tækið. Í sumum tækjum gæti
þurft að koma tengingunni á að
pörun lokinni.
Þegar hátalarasíminn er tengdur við
tækið og er tilbúinn til notkunar
blikkar stöðuljósið rólega í bláum lit.
Þegar kveikt er á hátalarasímanum
reynir hann að tengjast tækinu sem
síðast var notað. Ef tenging tekst ekki
reynir hátalarasíminn að tengjast
einhverju af hinum pöruðu tækjunum.
Til að endurtengja hátalarasímann
þegar kveikt er á honum en hann er
ekki tengdur við tæki skaltu ganga úr
skugga um að kveikt sé á hinu tækinu
og slökkva svo og kveikja aftur
á hátalarasímanum, eða koma
tengingunni á í Bluetooth-valmynd
tækisins.
Einnig kann að vera hægt að stilla
tækið þannig að hátalarasíminn
tengist því sjálfvirkt. Í Nokia-tækjum
er þessi möguleiki virkjaður með því
að breyta stillingum fyrir pöruð tæki
í Bluetooth-valmyndinni.