Nokia Speakerphone HF 210 - Hugsaðu vel um tækið þitt

background image

Hugsaðu vel um tækið þitt

Meðhöndlaðu tækið þitt, hleðslutækið
og aukahluti af varkárni. Eftirfarandi
leiðbeiningar hjálpa til við að halda
tækinu í ábyrgð.

• Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki

og hvers kyns vökvar geta innihaldið
steinefni sem tæra rafrásirnar.
Ef tækið blotnar skal leyfa því að
þorna alveg.

• Hvorki skal nota tækið á rykugum eða

óhreinum stöðum né geyma það þar.
Hreyfanlegir hlutir og rafrænir hlutar
þess geta skemmst.

• Ekki skal geyma tækið á heitum stað.

Hátt hitastig getur dregið úr endingu
tækisins, skemmt rafhlöðuna og
undið eða brætt plastefni.

• Ekki skal geyma tækið á köldum stað.

Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu
hitastigi getur raki myndast innan
í því og hann getur skemmt rafrásir.

• Ekki skal reyna að opna tækið.

• Tækinu skal ekki henda, ekki skal

banka í það eða hrista það. Óvarleg
meðferð getur skemmt innri
rafrásaspjöld og búnað.

• Aðeins skal nota mjúkan, hreinan

og þurran klút til að hreinsa
yfirborð tækisins.

• Ekki skal mála tækið. Málningin getur

fest hreyfanlega hluti tækisins og
komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.

Endurvinnsla
Skilaðu alltaf notuðum raftækjum,
rafhlöðum og umbúðum á viðeigandi
sorp- og endurvinnslustöð. Þannig
geturðu dregið úr óflokkaðri sorplosun
og stuðlað að endurvinnslu. Skoðaðu
upplýsingar um umhverfisatriði og
endurvinnslu á Nokia-vörum
á www.nokia.com/werecycle eða með
farsíma á www.nokia.mobi/werecycle.

background image

ÍSLENSKA

Merkið sem sýnir yfirstrikaða
ruslafötu og er á vörunni,
rafhlöðunni, bæklingnum eða
umbúðunum táknar að fara
verður með allan rafbúnað og

rafeindabúnað, rafhlöður og rafgeyma
á sérstaka staði til förgunar að líftíma

vörunnar liðnum. Þessi krafa á við innan
Evrópusambandsins. Hendið þessum
vörum ekki með heimilisúrgangi. Frekari
upplýsingar um umhverfislega eiginleika
tækisins er að finna á www.nokia.com/
ecodeclaration.